Kvennakórinn
Léttsveit Reykjavíkur 20 ára
1995 - 2015
Syngjandi samfélag hundrað kvenna

 


Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur er skemmtilegt samfélag kvenna sem endurspeglar allar myndir hins kvenlega veruleika. Við hittumst vikulega til að æfa fyrir hvern þann viðburð sem framundan er, undir vaskri stjórn Gísla Magna og við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, píanóleikara.

Þess á milli tökum við að okkur að syngja á árshátíðum og þorrablótum, fundum og ráðstefnum eða hvar sem klippt er á borða. Við lofum fjölbreyttu lagavali, en umfram allt líflegu og skemmtilegu.

Hægt er hafa samband á netfangið lettsveit (hjá) lettsveit.is eða í síma 616 7886.

Léttsveitin á Facebook